Hvernig nota ég Google Tone?

Vefslóð útvarpað með Google Tone:

  • Skráðu þig inn á Google reikninginn þinn.
  • Smelltu á tákn Google Tone í Chrome vafranum þegar vefsíðan sem þú vilt útvarpa er opin.

Hvers vegna Google Tone?

Google Tone gerir tölvum kleift að eiga í samskiptum á sama hátt og við gerum – með því að tala saman. Þetta er vafraviðbót sem gerir Chrome kleift að nota hátalara tölvunnar til að gefa frá sér sérstakt hljóðmerki sem hljóðnemar annarra tölva geta túlkað sem vefslóð.

Hvernig virkar Google Tone?

Google Tone kveikir á hljóðnema tölvunnar (á meðan kveikt er á viðbótinni). Google Tone vistar vefslóð tímabundið á þjónum Google og notar hátalara og hljóðnema tölvunnar til að senda hana til nálægra tölva sem tengdar eru internetinu. Allar nálægar tölvur sem einnig eru með Google Tone viðbótina uppsetta og virka fá tilkynningu frá Google Tone. Tilkynningin sýnir slóðina ásamt nafni og mynd Google prófílsins þíns.

Til að fá geta móttekið vefslóð með Google Tone þarf Chrome að hafa kveikt á hljóðnemanum. Ekki er víst að Google Tone virki í hávaðasömu umhverfi, í mikilli fjarlægð, þegar tenging við internetið er léleg eða í tölvum án hljóðnema eða með hljóðnema sem ekki getur greint hljóð sem Google Tone útvarpar.

Hvernig notar Google Tone gögnin mín?

Google Tone safnar nafnlausum gögnum um notkun í samræmi við persónuverndarstefnu Google.

Hvernig kveiki ég og slekk á þessu?

Til að kveikja og slökkva á Google Tone (þar á meðal hljóðnemanum) skaltu fara í stillingar Chrome viðbóta.

Er þetta öruggt?

Google Tone sendir aðeins út vefslóðir og því fá viðtakendur ekki sjálfkrafa aðgang að vefsíðu sem þeir hafa alla jafna ekki aðgang að. Ef þú til dæmis sendir vefslóðina á Gmail pósthólfið þitt þurfa viðtakendur sem smella á Google Tone tilkynninguna að skrá sig inn á Gmail. Aftur á móti eru útsendingar frá Google Tone opnar öllum og því er ráðlegt að nota þær ekki til að skiptast á trúnaðarupplýsingum.